Helga Margrét bronsverðlaunahafi á HM 19 ára og yngri

Helga Margrét Þorsteinsdóttir húnvetnska frjálsíþróttadrottningin náði á ótrúlegan hátt að komast á verðlaunapall á Heimsmeistaramóti 19 ára og yngri sem fram fór í Kanada um helgina.

Helga sem keppti í sjöþraut var lengi að koma sér í gang því þegar þegar tvær síðustu greinarnar voru eftir var Helga í 7. sæti.  Hún gerði sér hins vegar lítið fyrir og sigraði síðustu tvær greinarnar, spjótkast og 800m, og náði með því að hækka sig upp í 3. sætið. Kastaði hún spjótinu 49,47m og hljóp 800m á 2:15,81mín og endaði með 5.706 stig (172 stigum frá hennar besta) og náði því bronsverðlaunum á mótinu sem verður að teljast glæsilegur árangur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir