Helga Einarsdóttir bikarmeistari með KR
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
16.02.2009
kl. 10.49
Króksarinn Helga Einarsdóttir, leikmaður með kvennaliði KR í körfuknattleik, varð bikarmeistari með liði sínu í gær, þegar KR-ingar unnu Keflavík 76-60.
Helga átti mjög góðan leik, lék í 32 mínútur og skoraði á þeim tíma 16 stig og tók 8 fráköst. Hún var líka með frábæra nýtingu í skotum sínum, hitti úr 7 af 11 skotum sem gerir 63% nýtingu auk þess að nýta helming vítaskota sinna.
Helga heldur því áfram að safna rósum í hnappagatið, því í fyrra lék hún sína fyrstu A-landsleiki.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.