Heldur betur fjör í Húnaþingi
Eldur í Húnaþingi er nú haldinn í áttunda skipti og það er óhætt að fullyrða að það var fjör á Hvammstanga í dag þegar ljósmyndari Feykis staldraði við í eina stund eða svo. Hvammstangi skartaði sínu fegursta og allt yfirfullt af brosandi andlitum í sólarlandaveðrinu sem leikið hefur við heimamenn og gesti á Norðurlandi síðustu daga.
Eins og nú tíðkast voru litaskreytingar í hressari kantinum en svæðum á Hvammstanga og í Húnaþingi vestra var skipt í litasvæði. Kanski einfaldast að benda bara á að myndirnar tala sínu máli.
Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi sól á sunnudegi en svo er nú gert ráð fyrir að dragi rigningarský fyrir sólu og landsmenn þurfa að öllum líkindum að draga fram regnstakkana þessa viku fyrir verslunarmannahelgi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.