Heimir syngur í kvikmynd Friðriks Þórs

Nýjustu fréttir af Heimi, sem komnar eru á Heimisvef og Feisbókina, eru þær að kórinn æfir nú fjögur lög vegna kvikmyndar Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Kórinn er á leiðinni suður með söngdagskrá um Stefán Íslandi, og síðast en ekki síst: Opin æfing í kvöld, fimmtudag 19. mars, í Húsi frítímans á Króknum. Einstakt tækifæri fyrir áhugasama að koma og hlusta á karlana, og áreiðanlega klæmast þeir eitthvað á milli laga, eins og segir í Fésbókartilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir