Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi hlotnast glæsilegur skautbúningur

Hinn glæsilegi skautbúningur
Hinn glæsilegi skautbúningur

Á fréttavef Austur Húnavatnssýslu kemur fram að á fimmtudaginn 23. júní, hafi Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi fengið til eignar glæsilegur skautbúningur/kyrtill.

Það var Björg (94 ára), elsta dóttir Kristínar Vigfúsdóttur (1891-1946) og Jóns Eyþórssonar (1895 – 1968) veðurfræðings, ásamt tveimur börnum og tengdabörnum sem afhentu kyrtilinn. Hjónin áttu ættir að rekja til Húnaþings en Jón var einn af brautryðjendum á sviði veðurfræði og jöklarannsókna á síðustu öld.  

Kristín saumaði kyrtilinn á árunum í kringum 1920 og þykir mikil gersemi og því ánægjulegur fengur fyrir safnið. Kyrtillinn er úr silki og er svartu á litinn, útsaumurinn í gulum tónum og munstrið hennar sjálfrar.

Frekari upplýsingar um afhendinguna má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir