Hátíðarhöld í Skagafirði á 17. júní

Frá 17. júní skemmtun á Sauðárkróki. Mynd/BÞ
Frá 17. júní skemmtun á Sauðárkróki. Mynd/BÞ

Þjóðhátíðardagur Íslendinga er haldinn hátíðlegur um allt land á morgun og ýmislegt  um að vera á Norðurlandi vestra í tilefni dagsins. Eftirfarandi er dagskráin í Skagafirði. 

Dagskráin á Sauðárkróki hefst kl 10:30 þegar teymt verður undir börnum á Flæðunum við sundlaugina. Andlitsmálun hefst við Skagfirðingabúð kl 11:30 og skrúðgangan fer af stað þaðan kl 12:45 og er gengið á íþróttavöllinn. Hefðbundin hátíðardagskrá verður á íþróttavellinum og skátarnir verða með leiktæki á svæðinu.

Félagar í Alþýðulist halda upp á daginn og verða með heitt á könnunni í húsi félagsins í Varmahlíð. Þá munu þeir einnig sýna ýmiskonar handverk m.a. hvernig spunnið er úr ull og hrosshári. 

Í Akrahreppi efna til hópferðar á gömlum bílum, 25 ára og eldri, og hefst ferðin kl 10 í Varmahlíð. 

Ungmennafélagið Hjalti ætlar að standa fyrir fjölskylduskemmtun sem hefst með Byrðuhlaupi kl. 11:00. Þáttökugjald er 1000 kr. og er fer skráning fram í Grunnskólanum á Hólum. Klukkan 14:00 verður skrúðganga frá Hólaskóla niður að Grunnskólanum á Hólum þar sem verða grillaðar pylsur og farið í leiki. Sjá nánari dagskrá hér

Þjóðhátíðarkaffihlaðborð eru auglýst víða, Kaffi Krók, Áskaffi og í Ljósheimum. Messur í tilefni dagsins eru í Sauðárkrókskirkju, Víðimýrarkirkju og Silfrastaðakirkju og hefjast þær allar kl 11. Í Sauðárkrókskirkju munu félagar úr Pilsaþyt lesa ritningagreinar en félagsskapinn skipar áhugafólk um þjóðbúninga og er fólk hvatt til að fagna deginum og búa sig uppá í hátíðar- og þjóðbúninga og mæta í skrúðgönguna á Króknum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir