Harri Mannonen ráðinn aðstoðarþjálfari Tindastóls
Eins og áður hefur verið sagt frá þá réð Tindastóll Pieti Poikola, þjálfara danska landsliðsins, sem þjálfara liðsins fyrir komandi tímabil. Nú hefur verið gengið frá ráðningu aðstoðarþjálfara en það er Harri Mannonen sem hefur verið aðstoðarþjálfari Poikola hjá danska landsliðinu síðustu misserin.
Mannonen er spreglærður þjálfari með mikla og góða reynslu af þjálfun í Finnlandi.
Reynsluboltinn Kári Marísson mun þá víkja sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks eftir frábært og óeigingjarnt starf fyrir félagið. Stjórn körfuknattleiksdeildarinnar hefur fullan hug á því að nýta krafta Kára í önnur verkefni innan félagsins. „Það eru fáir eða engir sem eru betri undir stýri í öllum veðrum en Kári,“ segir Stefán Jónsson formaður Kkd. Tindastóls.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.