Hard Wok í umfjöllum Moggans um matarferðamennsku

Fjallað er um veitingastaðinn Hard Wok á Sauðárkróki í umfjöllun Morgunblaðsins um matarferðamennsku í gær.
Fjallað er um veitingastaðinn Hard Wok á Sauðárkróki í umfjöllun Morgunblaðsins um matarferðamennsku í gær.

Veitingastaðurinn Hard Wok er einn nokkurra veitingastaða á landinu sem fjallað er um í umfjöllum Morgunblaðsins í gær um matarferðamennsku. Þar er saga staðarins rakin og sagt frá vaxandi vinsælum hans og Íspinnagerðinni Frís sem er rekin samhliða Hard Wok.

Það eru hjónin Árni Björn Björnsson og Ragnheiður Ásta Jóhannsdóttir sem reka staðinn, ásamt Ísgerðinni Frís. Þau byrjuðu á að leigja og reka lítinn veitingastað á Hofsósi þegar þau fluttu norður fyrir nokkrum árum. Ragnheiður er Skagfirðingur en Árni segist ekki síst hafa heillast af fólkinu sem tók honum afar vel þegar hann fór að venja komur sínar í Hofsós.

Þau færðu sig síðan á Sauðárkrók og fagnaði Hard Wok fimm ára afmæli sínu um daginn. Ísgerðin frís var svo sett á laggirnar fyrir þremur árum. „Rekstur veitingastaðarins var ekki alveg að ná settum markmiðum en við áttum tækin, tólin og aðstöðuna til að gera eitthvað meira sem gæti brúað bilið,“ segir Árni m.a. í viðtalinu við Morgunblaðið.

Hvort tveggja, ísgerðin og veitingastaðurinn, hefur síðan vaxið gríðarlega og segir Árni son þeirra, Birki Örn Kristjánsson hafa sinnt ísgerðinni af mikilli eljusemi með þeim hjónum. Um er að ræða handverksís sem framleiddur er í litlu upplagi og úr eins náttúrulegu hráefni og völ er á. Sykurmagni er haldið í lágmarki og þriðjungur pinnanna eru ávextir. Framundan er að hleypa af stokkunum fjármögnunarherferð á Karolina fund og safna þar fyrir 30 frystikistum sem hægt verður að koma fyrir í verslunum og merkja íspinnagerðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir