Hallgrímur kynntur fyrir síðari tíma sveitungum

Eins og sagt var frá í Feyki á dögunum hefur Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur sent frá sér barnabók um Hallgrím Pétursson, Jólin hans Hallgríms. Steinunn heimsótti grunnskólana í Skagafirði nú í vikunni og kynnti Hallgrím og nýju bókina sína fyrir nemendum þar. 

Fyrri daginn heimsótti Steinunn skólana vestan Vatna, Árskóla á Sauðárkróki og Varmahlíðarskóla en síðari daginn austan Vatna, á Hofsósi og Hólum í Hjaltadal. Inn í umfjöllun hennar um bókina fléttaðist gamall jólasálmur, og þegar blaðamann bar að garði, í upplestri fyrir miðstig Árskóla, tóku börnin vel undir og sungu fögrum rómi „með vísnasöng ég vögguna þína hræri.“

„Í sumar las ég alla Heimanfylgju fyrir fullorðna og þau börn sem þeim fylgdu, nú sný ég dæminu við og beini orðum mínum fyrst og fremst til barna og þeirra fullorðnu sem þeim fylgja, barna sem eru síðari tíma sveitungar Hallgríms litla,“ sagði Steinunn í samtali við Feyki.

„Ég býð skagfirskum börnum upp á þessa kynningarferð á undan öllum öðrum börnum á Íslandi af því þetta er afmælisár, Hallgrímur fæddist hér fyrir norðan fyrir 400 árum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir