Hákon Þór endaði leikana með fullkominni umferð
Íslendingurinn Hákon Þór Svavarsson klikkaði ekki á skoti í síðustu umferð sinni á Ólympíuleikunum í París í dag. Hákon Þór lauk keppni í 23. sæti í leirdúfuskotfimi og er það besti árangur Íslendings á Ólympíuleikunum í greininni.
Kvaddi kappinn þar með keppnina með glæsibrag. Hann lauk þremur umferðum í leirdúfuskotfimi á föstudag og hitti 23 af 25 skotum í hverri umferð.
Í morgun voru síðan tvær umferðir til viðbótar og vitað fyrir fram að það væri á brattann að sækja og næsta ómögulegt að fyrir Hákon Þór að komast í sex manna úrslitakeppnina eftir að hafa endað fyrri daginn í 22. sæti. Hann hóf leik ekki nógu vel, hitti úr 22 af 25 skotum, en svo lauk hann leik með fullkominni umferð, endaði sem fyrr segir í 23. sæti og getur gengið stoltur frá keppni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.