Gunnar Bragi afþakkar föst laun sveitarstjórnarfulltrúa
Gunnar Bragi Sveinsson, alþingismaður, mun áfram sitja sem sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði en hefur óskað eftir að afsala sér föstum launum sveitarstjórnarfulltrúa og taka aðeins laun fyrir setna fundi. Þá hefur hann sent sveitarfélaginu erinidu þar sem hann óskar eftir lausn úr setu í Byggðarráði og Atvinnu- og ferðamálanefnd.
Einnig óskar Gunnar Bragi eftir lausn sem varamaður í Skipulags- og byggingarnefnd, varamaður í Samráðsnefnd með Akrahreppi, sem aðalmaður í stjórn Norðurár bs og sem fyrsti varaforseti sveitarstjórnar.
Þá hefur Þórdís Friðbjörnsdóttir sent erindi þar sem hún óskar eftir launs úr Félags- og tómstundanefnd.
Breytingar fulltrúa í nefndum, ráðum og stjórnum í stað Gunnars Braga Sveinssonar og Þórdísar Friðbjörnsdóttur eru eftirfarandi:
Byggðarráð, aðalmaður: Þórdís Friðbjörnsdóttir (var varam.); varamaður: Einar E. Einarsson.
Atvinnu- og ferðamálanefnd, aðalmaður: Sigurður Árnason
Skipulags- og byggingarnefnd, varamaður: Einar Gíslason
Samráðsnefnd með Akrahreppi, varamaður: Sigurður Árnason
Félags- og tómstundan., aðalmaður: Elinborg Hilmarsdóttir (var varam.); varamaður: Ólafur Sindrason.
Norðurá bs., aðalmaður: Einar E. Einarsson
Fyrsti varaforseti sveitarstjórnar: Sigurður Árnason.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.