Gunnar á ferð og flugi

Gunnar ræðir málin við Jóa

Gunnar Bragi Sveinson, frambjóðandi Framsóknar, leit við í vinnustaðaheimsókn í Nýprent í morgun en Gunnar hefur verið iðinn við kolann og keyrt alls 11000 kílómetra síðasta mánuðinn enda kjördæmið stórt.
Í kvöld blása framsóknarmenn til mikillar veislu á Sauðárkróki. Unga kynslóðin verður á Mælifelli ásamt frambjóðendum en í Framsóknarhúsinu verður boðið upp á rólegri dagskrá fyrir þá sem aðeins eru eldri. Frambjóðendur munu því trúlega leggja bílum sínum í kvöld og reima á sig hlaupaskóna til þess að geta hlaupi á milli húsa til þess að geta tekið þátt í gleðskapnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir