Gul viðvörun frá hádegi í dag til kl. 12 á morgun

Gul veðurviðvörun tekur gildi kl.12.00 á hádegi í dag og gildir til kl. 12.00 á hádegi á morgun, mánudaginn 18. mars. Á veður.is segir að þetta skelli á með norðaustan 13-18 m/s og snjókomu. Búast má við skafrenning með takmörkuðu eða lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Afmarkaðar samgöngutruflanir eru líklegar, lokanir á vegum og tafir í flugsamgöngum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Vegfarendur eru hvattir til að fylgjast vel með færð og veðri á vefjum Veðurstofunnar og Vegagerðarinnar.
 
Förum varlega

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir