Guðmann Jónasson íþróttamaður árins hjá USAH
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
23.03.2009
kl. 11.35
Fyrir valinu varð Guðmann Jónasson í Skotfélaginu Markviss en Guðmann stóð sig með miklum ágætum á síðastliðnu ári og hefur verið valinn í landsliðið í leirdúfuskotfimi. Það sem helst var ákveðið á þinginu var að stjórn sambandsins var falið að skipa nefnd til að endurskoða útreikning og greiðslu Lottótekna sambandsins. Einnig var samþykkt að þær skyldu greiddar út að nýju en það hefur ekki verið gert í nokkur ár heldur hafa þær runnið óskipt til sambandsins.
/Húni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.