Grunnskólinn á Blönduósi náði 3. sæti Skólahreysti

Hraustir krakkar á Blönduósi. Mynd: Blönduósskóli.is

Lið Grunnskólans á Blönduósi náði frábærum árangri í Skólahreysti sem fram fór á Akureyri fyrir helgi er það hreppti 3. sætið í sínum riðli með 40 stig.

 

 

Elísa H. Hafsteinsdóttir var í 2. sæti í armbeygjum, Hilmar Þór Kárason náði 3. sætinu í dýfum og Kristinn J. Snjólfsson og Margrét Á. Þorsteinsdóttir náðu 4. sæti í hraðabrautinni.

Hægt er að fylgjast með keppninni á RÚV en þar eru þættir af mótunum sýndir á laugardögum kl.18:00 og endursýndir á sunnudögum og þriðjudögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir