Grettishátíð 2010
Grettishátíð verður haldin í Húnaþingi vestra um næstu helgi, eða dagana 7 og 8 ágúst. Hátíðin er haldin í Grettisbóli á Laugarbakka, í næsta nágrenni við Bjarg, fæðingarstað Grettis sterka.
Dagskrá er í gangi báða dagana og ýmislegt í boði fyrir þá sem kíkja við. Lögð er áhersla á að vinna með börnum sem geta tekið þátt í sérstökum víkingabúðum sem verða á svæðinu. Aflraunakeppni heimamanna er á sunnudeginum að vanda og sterkasti heimamaðurinn fær Grettisbikarinn.
Slegið verður upp víkingatjaldbúðum og fjöldi víkinga verður á svæðinu. Víkingamarkaður verður í tjöldum og víkingaleikir sýndir. Hægt verður að fara í knattleik, kubbspil, hnefatafl, skjóta af boga og ýmislegt fleira. Þá verður keppt í bogfimi og Miðfjarðarleikar í kubb, svo eitthvað sé nefnt af dagskránni.
Spes Sveitamarkaður verður opinn í Grettisbóli alla helgina og einnig opið í Handverkshúsinu Löngufit á Laugarbakka. Allir velkomnir á Grettishátíð. Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á vefnum www.grettistak.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.