Greenstone horfir til Austur Húnavatnssýslu
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
10.03.2009
kl. 09.13
Á fundi Byggðasamlags um menningar og atvinnumál í A-Hún.á dögunum kom fram að Greenstone hefur fækkað sveitarfélögum sem koma til greina fyrir staðsetningu á netþjónabúi. Nú er horft til fjögurra sveitarfélaga þar á meðal er Austur-Húnavatnssýsla.
Feykir greindi frá því sl. haust að Greenstone skrifaði undir viljayfirlýsingu við Austur Húnvetninga en þá var horft til átta sveitarfélaga víðs vegar um landið. Er nú horft á fjögur. Horft er til netþjónabús af stærðargráðunni 5000 fm og 6-10 MW. Var Jóhannesi Geir Sigurgeirssyni, ráðgjafa hjá Atvinnulífsins skóla falið að vinna frekar í málinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.