Grásleppuvertíðin árið 2023

Kambur HU 24. Myndir teknar á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.
Kambur HU 24. Myndir teknar á Facebook-síðu Skagastrandarhafnar.

Á heimasíðunni aflafrettir.is hefur Gísli Reynisson í Reykjanesbæ tekið saman alls konar lista varðandi veiðar fyrir árið 2023 og er við hæfi að byrja á að skoða hvernig grásleppuveiðarnar voru fyrir Norðurland vestra. Á listanum eru 165 bátar en því miður þá náði enginn bátur frá þessu svæði á topp 10 listann en sá fyrsti er í 48. sæti.

Þá kom mikill grásleppuafli með uppsjávarskipunum eða um 145,63 tonn en Gísli tók það allt saman og setti undir bátinn sem er í fyrsta sæti, Kristján Aðalseins GK 305. Hér er svo hægt að skoða listann í heild sinni en hér fyrir neðan er búið að taka út þá báta sem tengjast Norðurlandi vestra.

48. sæti - Guðrún Petrína HU 107, 30,15 tonn í 20 löndunum.  

52. sæti -  Von HU 170,  28,08 tonn í 14 löndunum.

55. sæti -  Fannar SK 11, 26,16 tonn í 15 löndunum. 

64. sæti -  Hafey SK 10, 23,93 tonn í 16 löndunum.

68. sæti  - Kambur HU 24,  22,39 tonn í 11 löndunum

69. sæti  - Dagrún HU 121, 21,98 tonn í 10 löndunum.

77. sæti  - Fengsæll HU 56, 19,12 tonn í 14 löndunum.

85. sæti - Steini G SK 14, 18,84 tonn í 15 löndunum.

88. sæti  - Kaldi SK 121, 18,34 tonn í 20 löndunum.

91. sæti - Ísak Örn HU 151, 17,59 tonn í 14 löndunum.

94. sæti - Alda HU 112, 16,57 tonn í 11 löndunum.

103. sæti - Elfa HU 194, 14,33 tonn í 14 löndunum.

111. sæti  - Gammur II SK 120, 13,51 tonn í 13 löndunum.

121. sæti  - Auður HU 94, 11,97 tonn í 10 löndunum.

123. sæti - Uni Þór SK 137, 11,76 tonn í 12 löndunum.

124. sæti - Skvettan SK 37, 11,42 tonn í 9 löndunum. 

131. sæti  - Sigurfari HU 9, 10,53 tonn í 9 löndunum.

134. sæti  - Arndís HU 42, 9,41 tonn í 7 löndunum.

139. sæti - Már SK 90, 8,23 tonn í 6 löndunum.

154. sæti  - Þorgrímur SK 27, 5,52 tonn í 4 löndunum.

157. sæti - Badda SK 113, 4,27 tonn í 3 löndunum. 

á mbl.is segir að afli þeirra 165 báta sem voru við veiðar nam alls 3.797 tonn­um sem er um 12% minna en árið 2022. Veiðileyfi hvers báts tak­markaðist við 45 daga og fjölgaði um 20 milli ára, en um er að ræða lengsta veiðitíma­bil frá upp­hafi og stóð frá 20. mars til 31. ág­úst. Tíma­bilið var þó leng­ra í inn­an­verðum Breiðafirði og hóf­ust veiðar þar að venju 20. maí. Þrátt fyr­ir fjölg­un veiðidaga og leng­ingu tíma­bils tókst ekki að ná þeim 4.411 tonn­um sem heim­ilt var að veiða. Ákvörðun um heild­arafla er byggð á ráðgjöf Haf­rann­sókna­stofn­un­ar en stofn­vísi­tal­an hef­ur farið lækk­andi frá metár­inu 2021.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir