Grafalvarlegt mál

Þorsteinn ræðir við Viggó Jónsson

Þorsteinn Sæmundsson, hjá Náttúrustofu Norðurlands vestra staðfesti við blaðamenn nú undir morgun að í gröf þeirri sem Viggó Jónsson fann undir kvöld í gærkvöld væri ísbjörn. Er þarna um að ræða karldýr, töluvert stærra en Þverárfjalls ísbjörninn.

Blaðamenn fengu ekki að fara alla leið en eins og sjá má eru menn greinilega að grafa eitthvað upp

-Ástand dýrsins er nokkuð gott miðað við að hafa legið einhverja mánuði í gröf. Líklega skiptir þar miklu máli að hann hefur verið blóðtekinn áður en hann var grafinn. Dýrið sem er karldýr er nokkuð vel á sig komið en ég treysti mér ekki til þess að tjá mig frekar um aldur dýrsins né hvenær það hefur verið vegið að svo stöddu. Rotnun og ástand dýrsins passar hins vegar vel við þá tímasetningu að þarna sé um að ræða björninn sem konurnar töldu sig hafa séð við Bjarnavötn, segir Þorsteinn Sæmundsson er blaðamenn ræddu við hann nú undir morgun.
Það tók megnið af nóttinni að ná dýrinu upp því þar sem feldur dýrsins er mjög heillegur var ákveðið að freista þess að ná birninum upp í heilu lagi.
Þorsteinn segir að sé þarna um að ræða björninn sem sást við Bjarnavatn sé það í raun grafalvarlegt mál. –Það er mjög alvarlegt mál ef menn fara á þennan hátt fram hjá lögum án þess að láta til þess gerði yfirvöld vita. Það var farið í mikla og kostnaðarsama leit eftir að konurnar sáu til bjarnarins en þá leit hefði samkvæmt þessu ekki þurft að halda áfram eins lengi og raun bar vitni, segir Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir