Grænfáninn á Tröllaborg
feykir.is
Skagafjörður
02.04.2009
kl. 09.27
Nú hefur leikskólinn Tröllaborg, sem er sameinaður leikskóli „út að austan“, sótt um að fá Grænfánann og mun verða fyrsti leikskólinn í Skagafirði sem flaggar fánanum. Skólinn hefur lokið skrefunum sjö, sem er grundvöllur þess að hægt sé að sækja um Grænfánann.
Ef umsóknin verður tekin gild þá er ætlunin að flagga Grænfánanum í skólalok eða næsta haust í upphafi skólaárs 2009-2010. Á heimasíðu Tröllaborgar er hnappur merktur „Grænfáninn“þar sem hægt er að afla sér nánari upplýsingar um verkefnið.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.