Göngutúr á Kisudeild
feykir.is
Skagafjörður
23.03.2009
kl. 12.11
Undir lok síðustu viku fóru börnin á Kisudeild leikskólans Glaðheima á Sauðárkróki í bæjargöngutúr. Börnin kíktu m.a. heimsókn á Krílakot. Börnin vilja koma því á framfæri við hundaeigendur að þrífa upp eftir hunda sína því hundaskít sé að finna út um allt á gangstéttum bæjarins.
Eftir að heim á leikskólalóð kom héldu börnin áfram útiverunni enda veður gott og vorhugur komin í börnin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.