Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning

Gönguferð í Þórðarhöfða og myndlistarsýning Hallrúnar frá Tumabrekku eru meðal dagskrárliða á Jónsmessuhátíð í sumar.
Gönguferð í Þórðarhöfða og myndlistarsýning Hallrúnar frá Tumabrekku eru meðal dagskrárliða á Jónsmessuhátíð í sumar.

Gönguferð í Þórðarhöfða og glæsileg myndlistarsýning eru meðal viðburða á Jónsmessuhátíð á Hofsósi síðar í þessum mánuði. Hátíðin hefst að þessu sinni á fimmtudegi, 16. Júní, með opnun myndlistarsýningar Hallrúnar Ásgrímsdóttur frá Tumabrekku. Hallrún var með sýna fyrstu einkasýningu í Sæluviku í Skagafirði í vor og vakti hún verðskuldaða athygli.

Á föstudagsmorgninum ætla svo Hofsósingar að bjóða heim í morgunkaffi, á milli kl. 10-12 og verður það nánar kynnt í dagskrárbæklingi hátíðarinnar. Hin árlega Jónsmessuganga hefst kl 15 á föstudeginum, 17. Júní. Rúta fer frá Höfðaborg kl 15, áleiðis að Þórðarhöfða. Verða þátttakendur svo ferjaðar á dráttarvél með kerru eftir Höfðamölinni. Genginn verður hringur í Höfðanum, með leiðsögn Kristínar S. Einarsdóttur, svæðisleiðsögumanns og blaðamanns hjá Feyki.

Á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn verður svo spennandi dagskrá, sem nánar verður greint frá á næstu dögum, dagskrá hátíðarinnar hefur nú verið gefin út og má m.a. sjá hana á fésbókarsíðu Jónsmessuhátíðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir