Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári
Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason.
Lokastaðan í 2. deild karla 2024:
1. Golfklúbbur Vestmannaeyja
2. Nesklúbburinn
3. Golfklúbburinn Esja
4. Golfklúbbur Kiðjabergs
5. Golfklúbbur Bolungarvíkur
6. Golfklúbburinn Leynir
7. Golfklúbburinn Oddur
8. Golfklúbbur Skagafjarðar.
Eins og sjá má á lokastöðunni gekk ekki alveg nógu vel hjá okkar mönnum og eru þeir því fallnir niður í 3. deildina. Þeir ætla ekki að staldra lengi við þar og er hugurinn að koma sér aftur upp í 2. deild að ári.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.