Glitraðu með einstökum börnum á morgun, 29. febrúar
Á morgun, 29. febrúar 2024, er alþjóðadagur sjaldgæfra sjúkdóma og hefur félag Einstakra barna óskað eftir að fólk glitri þeim til stuðnings. Þá verður málþingið Við höfum rödd – er þú að hlusta? einnig haldið á morgun á Hilton Reykjavík Nordica kl. 12:30-15:30 og eru allir velkomnir á það og fer skráning fram á heimasíðu félagsins, einnig er hægt að skanna QR kóða sem er inni í fréttinni sem fer með þig beint á skráningarsíðuna.
Félag Einstakra barna hvetur alla til að sýna stuðning og samstöðu við þá sem lifa með sjaldgæfa sjúkdóma eða heilkenni með því að ,,glitra með þeim“ þann 29. febrúar. Glitraðu með þeim með því að klæðast einhverju glitrandi eins og glimmeri og pallíettum. Allt sem er litríkt og glitrar er skemmtilegt og minnir á að börn eru alls konar. Þá óska þau eftir að allir sem glitra verði sýnileg með því að deila glitrandi myndum á samfélagsmiðlana og merkja félaginu @einstokborn #einstok.born #rarediseaseday #glitraðu. Með þátttöku sem flestra í þessari vitundavakningu vekja þau meiri athygli á að hátt í 700 börn og ungmenni glíma við erfiðar og fátíðar greiningar sem afar fáir þekkja eða skilja.
Ef einhverjar frekari upplýsingar vantar þá má gjarnan hafa samband við okkur hjá Einstökum börnum, stuðningsfélag á netfangið – einstokborn@einstokborn.is
Tökum þátt og glitrum saman!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.