Glíman við línur og liti
Nú er unnið að uppsetningu á verkum Jóhannesar Geirs listmálara í Safnahúsinu á Sauðárkróki og verður sýningin opnuð sunnudaginn 26. apríl kl. 16. Þegar Sk.com kíkti í heimsókn voru Jón Þórisson, Berglind Þorsteinsdóttir og Unnar Ingvarsson á kafi í grúski og pælingum.
Jóhannes Geir fæddist á Sauðárkróki 1927 og var afkastamikill og vinsæll málari og eru myndir hans varðveittar í listasöfnum bæði hér heima og erlendis. Jóhannes Geir lést árið 2003.
Það er Jón Þórisson sem hefur veg og vanda að hönnun og uppsetningu sýningarinnar en meðal þess sem verður sýnt er fjöldi af skyssum og málverkadrögum auk fullmótaðra verka sem aldrei hafa verið sýnd áður opinberlega.
/Skagafjörður.com
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.