Gleði og gaman á Króksamóti

Króksamótið í minnibolta sem Körfuknattleiksdeild Tindastóls stendur fyrir fór fram í dag í Íþróttahúsi Sauðárkróks. Mótið hófst kl. 11 í morgun og voru eldhressir þátttakendur um 140 talsins og komu af Norðurlandi.

Ekki var annað að sjá en að þátttakendur og stuðningslið skemmti sér hið besta yfir körfuboltanum sem leikinn var. Baráttan var í góðu lagi með viðeigandi pústrum og uppúrskellum. Venju samkvæmt mættu kanar Tindastólsmanna og sýndu háloftakúnstir upp úr miðju móti en að þessu sinni voru það þeir Maurice Miller og Trey Hampton sem sáu um troðslurnar. Að leikjaplani loknu skófluðu þátttakendur í sig léttri máltíð í húsakynnum Árskóla.

Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir