Glæsilegur stuðningur KS við hestamenn
Í gær var undirritaður samstarfssamningur milli Meistaradeildar Norðurlands og Kaupfélags Skagfirðinga um rekstur deildarinnar í vetur. Eins og fram hefur komið ber deildin nafn Kaupfélagsins þ.e. KS Deildin og er KS eini kostunaraðilinn.
Eyþór Jónasson einn forsprakka Meistarad. Norðurlands er ánægður með samninginn og segir að KS hafi mikinn metnað fyrir Deildinni. –KS jók fjárframlag sitt frá því í fyrra sem gerir okkur aftur á móti kleift að hækka verðlaunaféð sem þ.a.l. setur meiri pressu á keppendur, segir Eyþór og bætir við að þessi keppni sé komin til að vera.
Aðspurður út í fyrsta keppniskvöldið sem var í gær segir Eyþór að hann sé mjög ánægður. –Þetta eru ofsalega sterkir hestar að keppa, margir áhorfendur, mikill áhugi á keppninni og og mikil spenna hjá keppendum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.