Glæsilegu Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna lokið
Íslandsmóti barna, unglinga og ungmenna fór fram um helgina á Hvammstanga og fór mótið vel fram í alla staði. Keppendurnir stóðu sig vel sem og keppnishaldarar.
Hestakostur unga fólksins var góður og þrátt fyrir hestapesti undanfarna mánuði var ekki að sjá að slíkt hafi haft áhrif á keppnishross. Náðu keppendur góðum árangri en það má segja að hinn ungi Guðmar Freyr Magnússon frá Sauðárkróki hafi stolið senunni á laugardagskvöldinu er hann varð Íslandsmeistari í 100 metra flugskeiði. Guðmar er bara 10 ára og hesturinn sprettharði er Fjölnir frá Sjávarborg 19 vetra. Þeir fóru 100 metrana á 7,83 sek. sem er frábær árangur hjá þeim félögum.
Öll úrslit af mótinu er hægt að nálgast á heimasíðu hestamannafélagsins Þyts
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.