Glæsilegt Ís-Landsmót á Svínavatni
Stærsta ísmót sem haldið hefur verið utan dyra fór fram í blíðskaparveðri á laugardag á Svínavatni. Mótið gekk vel í alla staði og glæsileg hross sýndu afburðatilþrif. Mótinu lauk svo innan tilsetts tíma.
Hans Friðrik Kjerúlf sigraði bæði B-flokkinn og töltið með frábærri sýningu.
Töltið var afar spennandi en eftir að Freyðir frá Hafsteinsstöðum missti skeifu fyrir síðustu yfirferðina voru úrslit ráðin. Sigurður Sigurðarson og Freyðir voru lang efstir eftir hæga töltið og hraðabreytingar þannig að vonbrigðin hljóta að hafa verið mikil hjá Sigurði.
Vignir Siggeirsson var á heimaræktuðum gæðingi Óm frá Hemlu. Þeir báru af á tölti og skeiði og áttu frábæra sýningu. Vignir kom annar inn í úrslit á eftir Hinriki Bragasyni og Straum frá Breiðholti.
Úrslit urðu eftirfarandi:
B - Flokkur Úrslit
Nr Knapi Hestur Aldur litur Samtals
1 Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki 6v. sótróður stjörn 8,74
2 Árni Björn Pálsson Kjarni frá Auðsholtshjáleigu 6v. jarpur 8,67
3 Lena Zielinski Gola frá Þjórsárbakka 6v. rauðstjörnótt 8,66
4 Jakob Svavar Sigurðsson Kaspar frá Kommu 8v. rauðglófextur 8,60
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Frægð frá Auðholtshjáleigu 6v. móálótt 8,53
5 Sigurður Sigurðarson Gerpla frá Steinnesi rauðstj. 8v. rauðstjörnóttur 8,49
7 Sölvi Sigurðarson Glaður frá Grund 8v rauðglófextur stj 8,43
8 Bylgja Gauksdóttir Þöll frá Garðabæ 5v. bleik 8,31
A - Flokkur - Úrslit
Nr Knapi A-flokkur Hestur Aldur litur Samtals
1. Vignir Siggeirsson Ómur frá Hemlu 8v. rauður 8,82
2. Jón Pétur Ólafsson Fróði frá Staðartungu 7v. bleikálóttur 8,54
3. Sölvi Sigurðarson Seyðir frá Hafsteinsstöðum 8v. rauður 8,47
4. Eyjólfur Þorsteinsson Ögri frá Baldurshaga jarpur 8,44
5. Elvar Þormarsson Bylgja frá Strandarhjáleigu 7v. móálótt 8,43
6. Páll B. Bálsson Glettingur frá Steinnesi 8v grár 8,39
7. Hinrik Bragason Straumur frá Breiðholti 7v. rauðtvístjörn 8,30
8. Steingrímur Sigurðsson Sturla frá Hafsteinsstöðum 10v. rauðstjörnóttur 7,87
Tölt - Úrslit
Holl Nr Knapi Hestur Aldur litur Samtals
1. Hans Friðrik Kjerúlf Sigur frá Hólabaki 6v sótróður 8,00
2. Lena Zielinski Gola frá Þjórsárbakka 6v. rauðstjörnótt 7,83
3. Valdimar Bergstað Leiknir frá Vakurstöðum 9v. brúnn 7,67
4. Ólafur Magnússon Gáski frá Sveinsstöðum 11v. brúnn 7,67
5. Artemisia Bertus Rósant frá Votmúla I 11v. rauðstjörnóttur 7,50
6. Sigurður Sigurðarson Freyðir frá Hafsteinsstöðum 12v grár 7,50
7. Þórdís Erla Gunnarsdóttir Pipar - Sveinn 6v. brúnn 7,33
8. Gústaf Ásgeir Hinriksson Knörr frá Syðra Skörðugili 13v bleikálótt 6,83
9. Bylgja Gauksdóttir Hera frá Auðsholtshjáleigu 6v. brún 6,83
10. Teitur Árnason Váli frá Vestmannaeyjum 10v rauður 5,83
/Neisti.net
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.