Gísli Þór gefur út sína tíundu ljóðabók
Ljóðabókin Á vígvelli meinsins er 10. ljóðabók Gísla Þórs Ólafssonar, en hans fyrsta bók Harmonikkublús kom út árið 2006.
Í bókinni er fjallað um krabbamein sem höfundur greindist með á haustmánuðum 2024. Það er farið á dimma vegu í niðursveiflunum en einnig skrifað um samverustundir með þeim nánustu og hvernig það er að lifa lífinu meira lifandi þegar veikindi herja á. Njóta umhverfisins, lífsins, kvikmynda, lesturs og tónlistar. Og eiga stundir með fjölskyldunni og sínum nánustu. Það er því bæði grátur og gleði á síðum bókarinnar, alvarleiki og húmor.
Auk ljóðabóka Gísla hafa komið út 5 hljómplötur undir flytjandanafninu Gillon á árabilinu 2012-2022. Auk texta Gísla á áðurnefndum plötum hefur hann samið lög við ljóð Geirlaugs Magnússonar, Gyrðis Elíassonar, Ingunnar Snædal og Jóns Óskars. Á teikniborðinu er 6. hljómplata Gillons.
Gu/gí gefur út. Ljósmynd á kápu: Guðríður Helga Tryggvadóttir. Panta má eintök í netfangið gislith@simnet.is eða á Facebook síðu höfundar.
áður var ég á vígvelli ástarinnar
og á vígvelli andlegra óþæginda
vígvelli tregans
en nú er ég kominn hingað
á vígvöll krabbameins
er það endilega eitthvað meira fullorðins?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.