Gillon með nýja plötu
Út er komin platan Gillon, en hún er fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og nefnd eftir flytjandanafni hans. Platan er poppaðri en tvær seinustu, að sögn Gísla Þórs. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl,“ segir Gísli, í Feykisviðtali í vikunni, þegar hann er spurður nánar út í plötuna.
Upptökur fóru fram í Stúdíó Benmen á Sauðárkróki og var upptökustjórn í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar. Hljóðfæraleikur var í höndum hans og Gillons. Öll lög og textar eru eftir Gillon, utan við tvö ljóð eftir Ingunni Snædal.
Hægt er að nálgast diskinn í gegnum netfangið thorgillon@gmail.com auk þess sem hann verður til í Skagfirðingabúð, 12 tónum og Smekkleysu.
Meðfylgjandi er lagið Sumar, sem varð til síðastliðið haust og er í sérstöku uppáhaldi hjá Gísla. „Þá var eins og einskonar ritstífla hafi brostið og eilítill nýr tónn kviknað. Enn nýrri tónn kviknaði svo í desember og hefur verið að þróast síðan, en það eru lög sem eru hugsuð fyrir þarnæstu plötu,“ segir Gísli í viðtalinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.