Gestagangur vill Miðgarð og Upplýsingamiðstöð

Fyrirtækið Gestagangur ehf hefur óskað eftir viðræðum við sveitarfélagið Skagafjörð um yfirtöku á rekstri Upplýsingamiðstöðvarinnar í Varmahlíð. Áður hefur fyrirtækið óskað eftir því að taka yfir rekstur Menningarhússins Miðgarðs.
 Í fyrirtækjaskrá er fyrirtækið Gestagangur ehf skráð í eigu Páls Dagbjartssonar Skógarstíg 1 í Varmahlíð en í forsvari fyrir fyrirtækið hefur verið Svanhildur Pálsdóttir

Var erindi fyrirtækisins tekið fyrir á fundi Atvinnu- og ferðamálanefndar sem tók jákvætt í erindið og var sviðsstjóra falið að ræða við umsækjenda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir