Gefur kost á sér á lista Samfylkingarinnar

Arna Lára Jónsdóttir

BB segir frá því að Arna Lára Jónsdóttir, verkefnisstjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði hefur ákveðið að gefa kost á sér í 2.-3. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.

 Arna Lára er fædd 30. maí 1976. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði árið 1996 og hóf nám í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands sama ár. BA-prófi í stjórnmálafræði laukm hún árið 2000 og hefur jafnframt lagt stund á meistaranám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands og við viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn.

„Íslenskt samfélag er að ganga í gegnum miklar breytingar um þessar mundir og ég vill leggja mitt af mörkum til þess að það komi til með að einkennast af grunngildum jafnaðarstefnunnar; kvenfrelsi , lýðræði og jöfnuði. Samfélagið kallar á endurnýjun og það liggur fyrir við verðum að endurmeta okkar stöðu. Við verðum að hafna þeim gildum nýfrjálshyggjunnar sem hafa riðið hafa yfir samfélagið með vaxandi ójöfnuði og græðgihyggju í valdatíð Sjálfstæðisflokksins, og að því segist Arna Lára vera tilbúin að vinna.

Ég vil að vinna að því að búa til nýtt samfélag þar sem leikreglur eru skýrar og gegnsæjar, þar sem lýðræði, réttlæti og mannréttindi eru ekki eingöngu í orði heldur líka á borði. Ég vil taka þátt í að móta samfélag þar sem almannahagsmunir ganga fyrir sérhagsmunum ákveðinna hópa. Ég vil skapa það samfélag þar sem landsbyggðin fær að njóta tækifæra sinna til jafns á við höfuðborgarsvæðið, enda tel ég að hagsmunir landsbyggðarinnar og höfuðborgarsvæðisins fari saman að þessu leyti.

Nýsköpun, menntun og rannsóknir sem byggja á grunnatvinnuvegum okkar auðlindum með skírskotun í menningu okkar eiga eftir að fleyta okkur inn í framtíðina. Til þess að tryggja almenningi og íslensku atvinnulífi stöðugleika og efnahagslega velsæld til lengri tíma, er afar mikilvægt að sækja sem fyrst um aðild að Evrópusambandinu. Það verkefni verðum við að setja í forgang til að flýta fyrir endurreisn íslensks efnahagslífs. Við þurfum gjaldmiðil sem nýtur traust á alþjóðavettvangi og er upptaka evru eini raunhæfi kosturinn í stöðunni,“ segir í tilkynningu frá Örnu Láru.

Arna Lára er í sambúð með Haraldi Kristinssyni tölvunarfræðingi. Þau eiga tvær dætur, Hafdísi f. 1998 og Helenu f. 2003.„Ég hef á undanförnum árum starfað við nýsköpun og atvinnumál, fyrst hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða og nú sem verkefnisstjóri Impru á Nýsköpunarmiðstöð Íslands á Ísafirði. Ég hef setið í bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar frá árinu 2006 og í stjórn Sjúkratrygginga Íslands frá árinu 2008, auk margvíslegra annarra félagsstarfa. Ég tel að þessi reynsla mín geti nýst við að takast á við verkefni dagsins í dag og leggja grunninn að samfélagi með gildi jafnaðarstefnunnar að leiðarljósi,“ segir ennfremur í tilkynningunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir