Gamli ritstjórinn sprækur
Það er enginn annar en Þórhallur Ásmundsson fyrrverandi ritstjóri Feykis sem geysist hér af stað í Orkugöngunni sem fór fram í Mývatnssveit á mánudaginn var, annan í páskum.
Að sögn Þorgeirs Gunnarssonar forstöðumanns Mývatnsstofu og orginala af Króknum þá var það í blíðskaparveðri, að hópur fólks kom saman á bílastæðinu við Leirhnjúk í Mývatnssveit. Tilefnið var að nú skyldi Orkugangan þreytt í þriðja sinn. Ganga átti á skíðum frá Kröflu í Mývatnssveit til Húsavíkur eða um 60 km. 21 þátttakandi lagði af stað og luku allir göngunni og er það álit göngumanna að fallegri leið er vandfundin, jarðhiti, hraun og frábært útsýni. Fjölmargir lögðu hönd á plóginn og var framkvæmdin í höndum heimamanna og sá Mývatnsstofa um framkvæmdastjórn.
Það er skemmst frá því að segja að Þórhallur kom fimmti í mark á tímanum 3:40:12 en Örn Sigurðsson frá Húsavík sigraði á tímanum 3:29:34
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.