Gamall eikarbátur til sölu á Hvammstanga

Húnaþing vestra býður til sölu mb. Sif HU-39, sem hefur skipaskrárnúmer 0711. Sif er 57 BRL eikarbátur smíðaður í Njarðvík árið 1956 er án haffærisskírteinis og ekki sjófær.

Báturinn hefur legið í Hvammstangahöfn sl. ár og þykir lítil prýði. Í september árið 2008 sökk báturinn í höfninni en var komið upp aftur og er nú í boði og selst í því ástandi sem hann er í nú að hluta eða öllu leyti, eins og segir í auglýsingu á vef Húnaþings vestra.

Áhugasamir hafi samband við Pétur Arnarsson, hafnarvörð, sem einnig veitir nánari upplýsingar í síma 895-1995.

Kauptilboðum skal skila á skrifstofu Húnaþings vestra, Hvammstangabraut 5,  530 Hvammstangi, eigi síðar en 21. maí nk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir