Fyrsta skíðaferð Umf. Fram í vetur
feykir.is
Uncategorized
20.01.2009
kl. 08.55
Það var líf og fjör í Tindastóli síðastliðinn laugardag. Fyrsta skíðaferð Umf. Fram í vetur hlaut frábæran hljómgrunn. Þátttakan var framar björtustu vonum. Skagstrendingar fylltu 50 manna langferðabíl og til viðbótar þurfti að fara á 4 einkabílum til þess að allir gætu komist í fjallið.
Taldist okkur til að 68 Skagstrendingar hefðu mætt til leiks og besta var að allir skiluðu sér heilir og brosandi heim aftur.
Að sjálfsögðu verður þessum ferðum haldið áfram á laugardögum nema annað verði auglýst.
Stjórn Umf. Fram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.