Fyrirlestur á vegum Bjórseturs Íslands og Ósýnilega félagsins.

 Í tilefni af 200 ára afmæli Charles Darwin mun Guðmundur Guðmundsson,  líffræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands halda fyrirlestur er hann nefnir.* “Darwin on species and taxonomy”* Fyrirlesturinn mun fara fram í hátíðarsal Hólaskóla laugardaginn 14. febrúar kl 16 og er hann öllum opin.

Guðmundur Guðmundsson lauk Doktorsprófi 1990 frá the City University of New York, en vann að doktorsverkefni sínu við The American Museum of Natural History. Guðmundur hefur skrifað fjölmargar greinar um flokkunarfræði og hefur lagt sérstaka áherslu á flokkunarfræði götunga. Árið 2004 lauk Guðmundur við það mikla verk að þýða uppruna tegundanna eftir Charles Darwin - http://www.ni.is/eldri-frettir/2004/nr/725

*Í framhaldi af fyrirlestrinum mun verða staðið fyrir afmælisfagnaði *
Mun bjórsetur Íslands því standa fyrir afmælisfagnaði laugardaginn 14. febrúar. Svokölluðum  pottaheppniskvöldverði. Virkar hann þannig að allir þáttakendur mæta með einhvern rétt. Þó er gerð krafa 
til þess að rétturinn tengist Darwin, Þróunarfræði eða jafnvel Wallace á einhvern hátt. Verðlaun verða veitt fyrir þann rétt sem tengist þessum þáttum best og einnig fyrir þann rétt sem tengist bragðlaukum 
félagsmanna best.

Hátíðin verður haldin í mötuneyti Hólaskóla og byrjar klukkan 18:30 og er hugsuð fyrir alla fjölskylduna. Gott væri að vita fyrirfram hverjir hugsa sér að mæta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir