Fullt útúr dyrum á Menningarkvöldi Nemós
Menningarkvöld Nemós, nemendafélags FNV, fór fram í sal Fjölbrautarskólans sl. föstudagskvöld. Þar voru nemendur skólans búnir að setja saman metnaðarfulla dagskrá sem stóð frá kl. 20-22:30. Menningarkvöld hefur verið árlegur viðburður í FNV og er opinn fyrir almenning. Fullt var útúr dyrum og mikil stemning í húsinu.
Kynnar kvöldsins voru Steindi jr. og Bent en þeir tóku svo lagið ásamt Matta Matt og sungu Gull af mönnum við mikinn fögnuð áhorfenda. Hljómsveitirnar Úlfur Úlfur, Contalgen Funeral og Funk That Shit og fleiri stigu á svið og tóku nokkur lög.
Á menningarkvöldinu var haldin dragkeppni, eins og oft áður en tvíeykið „Nightmare bo for christmas“ bar sigur úr býtum í ár. Mikil eftirvænting var eftir hinni árlegu body-paint keppni en þar kepptu liðin:, „Glamuor“ með þemað „Butterfly“, „Meme´s“ með þemað „Dútlað á blað“, „Full house“ með þemað „Póker“, „Silly-no-pants“ með þemað „Alice in Wonderland“, „Fortíðin“ með þemað „Fyrirgefning“ og „Benni´s angels“ með þemað „Eyjafjallajökull“ sem var valið frumlegasta atriðið. „Séra Jón“ var með þemað „Cruella Da Vil“ og lenti í 3. sæti, Burlesque“ var með þemað „Broadway“ og var í 2. sæti en sigurliðið var „Jagger“ með þemað „Rock and Roll“.
Í meðfylgjandi myndasafni má sjá myndir frá kvöldinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.