Fullkomið brúðkaup frumsýnt í kvöld

Leikhópur Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks, Fullkomið brúðkaup.
Leikhópur Sæluvikuleikrits Leikfélags Sauðárkróks, Fullkomið brúðkaup.

Í Sæluviku sýnir Leikfélag Sauðárkróks gamanleikinn Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon. Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson. Drepfyndinn og rómantískur gamanleikur, hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást.

Leikritið segir frá ungu fólki sem er að glíma við ástina, verða ástfangið, hætta að vera ástfangið og að verða ástfangið af þeim sem þau mega ekki vera ástfangin af. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni, herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað …

Frumsýnt verður í kvöld, á opnunardegi Sæluviku Skagfirðinga þann 24. apríl.

Sýningarplan er eftirfarandi:

  • Frumsýning sunnudaginn 24. apríl klukkan 20
  • 2. sýning þriðjudaginn 26. apríl klukkan 20
  • 3. sýning miðvikudaginn 27. apríl klukkan 20
  • 4. sýning  laugardaginn 30. apríl klukkan 15
  • 5. sýning sunnudaginn 1. maí klukkan 20
  • 6. sýning þriðjudaginn 3. maí klukkan 20
  • 7. sýning miðvikudaginn 4. maí klukkan 20
  • 8. sýning föstudaginn 6. maí klukkan 20
  • 9. sýning laugardainn 7. maí klukkan 15
  • 10. sýning sunnudaginn 8. maí klukkan 20
  • 11. sýning miðvikudaginn 11. maí klukkan 20
  • 12. sýning laugardaginn 14. maí klukkan 15
  • Lokasýning sunnudaginn 15. maí klukkan 20

Almennt miðaverð  kr 2800

Hópar, eldri borgarar og öryrkjar kr  2300

Miðasala í síma 849 9434

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir