Frítt tennisnámskeið í dag og á morgun
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.07.2010
kl. 08.12
Arnar Sigurðsson mun í dag og á morgun á milli klukkan 15 og 16 bjóða upp á tennisnámskeið fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í íþróttahúsinu á Sauðárkróki.
Foreldrar eru velkomnir að koma, fylgjast með og læra eitthvað í leiðinni. 15 heppin börn komast á námskeiðið í þetta skiptið og fer skráning fram
með því að hringja í Ingva Hrannar í síma 660-4684.
Arnar Sigurðsson hefur verið valinn Tennismaður ársins 13 sinnum í röð af Tennissambandi Íslands og íslandsmeistari í tennis á hverju ári frá árinu
1997. Hann er efstur á ITN styrkleikalista tennissambandsins og er nú leikmaður meistaraflokks Tindastóls í knattspyrnu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.