Frisbívöllurinn á Skagaströnd

Snæbjörn Elfar Arnarsson að smíða teig fyrir frispívöllinn. MYNDIR AÐSENDAR.
Snæbjörn Elfar Arnarsson að smíða teig fyrir frispívöllinn. MYNDIR AÐSENDAR.

Nú á dögunum voru feðgarnir Arnar Viggósson og sonur hans Snæbjörn Elfar í skemmtilegu brasi er þeir voru að koma upp teigum á frísbívöllinn á Skagaströnd. Völlurinn var tekinn í notkun þann 9. júní árið 2022 og stendur við tjaldsvæðið á svæðinu. Völlurinn er hannaður af þeim Arnari, Valtý Sigurðssyni og Grétari Amazen en hann er níu holur þar sem allar brautirnar eru par 3 nema ein sem er par 4 og heitir völlurinn Hólabergsvöllur.

Hugmyndin að vellinum kviknaði hjá Arnari og Valtý í kringum 2020 en árið 2021 fóru þeir að skoða málið betur og fengu til að mynda styrk frá Ungmennafélaginu Fram á Skagaströnd og Sveitarfélaginu Skagaströnd til að kaupa körfur og fleira til að koma þessu af stað.

Feykir spurði Arnar að því hvort hann væri búinn að folfa (spila frisbí) í mörg ár og hvort þetta sport væri vinsælt á Skagaströnd sem hann svaraði að sjálfsögðu játandi. „Hér á Skagaströnd eru nokkrir sem spila folf reglulega og þar sem völlurinn er staðsettur við hliðina á tjaldsvæðinu þá tökum við eftir því að gestir þar eru mjög duglegir að nota völlinn sem er ánægjulegt“.

Hefur þú keppt í folfi? Nei, en í þessu sporti keppir maður aðallega við sjálfan sig og reynir að bæta sig en hvort sem gengur illa eða vel þá í versta falli er þetta góður göngutúr í fallegu umhverfi með góðum vinum.

Hvaða völlur, fyrir utan Hólabersvöllinn, er svo skemmtilegasti frisbívöllurinn sem þú hefur spilað á? Háskólavöllurinn á Akureyri er alveg frábær segir Arnar að lokum og hvetur svo alla folfara til að kíkja við á Skagaströnd og taka hring.

Feykir þakkar Arnari fyrir spjallið og óskar Skagstrendingum gleðilegs folfsumars.

Hér fyrir neðan má sjá Valtýr að hræra saman steypuna fyrir körfuna og hluti af nýju teigunum. 

 

     

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir