Fréttatilkynning frá stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls

Kæru stuðningsmenn. Þar sem mikil umræða hefur verið um ákvörðun stjórnar að senda ekki lið til keppni í meistaraflokki kvenna á næsta ári vill stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls koma eftirfarandi staðreyndum áleiðis: 

1) Peningar hafa ekkert með þessa ákvörðun að gera, og stjórn hefur aldrei gefið þá ástæðu upp, sú umræða kemur frá öðrum stöðum.

2) Þessi ákvörðun á einungis við um komandi keppnistímabil, þetta er ekki ákvörðun til framtíðar.

3) Margir leikmenn hafa horfið úr hópnum frá því að við hófum keppni fyrir tveimur árum síðan og hópurinn er enn að þynnast.

4) Áður en við fórum af stað fyrir tveimur árum hafði ekki verið m.fl. kvenna í sjö ár á Sauðárkróki.

5) Við teflum fram unglingaflokki kvenna í stað m.fl. kvenna komandi keppnistímabil svo að leikjum hjá flestum stúlkunum fækkar ekki.

6) Það eru tveir leikmenn sem ekki getað spilað með Tindastóli í vetur, þ.e. leikmenn sem flokkast ekki undir unglingaflokk eða yngri flokka.

7) Við eigum margar efnilegar stúlkur í yngri flokkum og viljum hlúa að þeim og efla þær enn frekar, gerum það m.a. með ráðningu úrvals þjálfara fyrir stúlkna og unglingaflokka félagsins.

8) Allir þeir sem hafa áhuga á uppbyggingu kvennakörfubolta á Sauðárkróki eru beðnir um að setja sig í samband við stjórn Körfuknattleiksdeildar.

Komið hefur fram í umræðunni frá foreldrum stúlknanna að á fundi með stúlkunum í m.fl. kvenna í byrjun júní hafi stjórnin talað um að peningar væru ástæða þess að við teflum ekki fram liði í 1.d.kvenna í ár, sjá staðreynd 1.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar starfar að fullum heilindum fyrir félagið og tekur ákvarðanir sem stjórn telur félaginu fyrir bestu.

Stjórnin vill einnig koma fram þakklæti til iðkenda félagsins fyrir þeirra framlag til félagsins og um leið óska öllum iðkendum alls þess besta fyrir komandi körfuknattleikstímabil.

Áfram Tindastóll.

f/h stjórnar Kkd Tindastóls.
Stefán Jónsson formaður.

/Fréttatilkynning 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir