Fréttatilkynning frá Kjörnefnd Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi.

Frestur til að tilkynna um þátttöku í póstkosningu Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi rann út kl. 22.00 í kvöld.  Níu einstaklingar tilkynntu um þátttöku en þeir eru í stafrófsröð:

Björg Reehaug Jensdóttir, launafulltrúi og nemi,  Ísafirði

Elín Líndal, bóndi og framkvæmdastjóri Lækjamóti, Húnaþingi –vestra

Friðrik Jónsson, alþjóðastjórnmálafræðingur, Akranesi

Guðmundur Steingrímsson, blaðamaður, Reykjavík

Gunnar Bragi Sveinsson, formaður byggðaráðs, Skagafirði

Halla Signý Kristjánsdóttir, skrifstofu- og fjármálastjóri, Bolungarvík

Kristinn H. Gunnarsson, Alþingismaður, Bolungarvík

Margrét Þóra Jónsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Akranesi

Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi, Bakkakoti, Borgarbyggð.

Kjörnefnd fer um helgina yfir þau gögn sem frambjóðendur sendu nefndinni og stefnir að því að staðfesta framboðin á kynningarfundi í Borgarnesi 1. mars ásamt því að draga um röð frambjóðenda á kjörseðli.

Póstkosningin fer fram dagana 3. til 13. mars og rétt til þátttöku hafa allir félagar í Framsóknarfélögum í kjördæminu.  Kosið verður um fimm efstu sætin.  Nánari upplýsingar um póstkosninguna og frambjóðendur má fljótlega nálgast á vefslóðinni http://framsokn.is/Kjordaemi/Nordvesturkjordaemi 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir