Framtíð og fjárhagsleg staða Hóla verði tryggð

 Tilsjónarmaður reksturs Háskólans á Hólum hefur sent sveitarfélaginu Skagafirði tölvupóst varðandi tillögur hans um uppgjör skulda Hólaskóla við sveitarfélagið og fyrirtæki þess.

 

 

Var málið tekið fyrir á Byggðaráðsfundi í gærmorgun en byggðaráð Skagafjarðar leggur mikla áherslu á að framtíð og fjárhagleg staða Háskólans á Hólum verði tryggð og ríkisvaldið marki skólanum örugga stefnu til framtíðar. Telur byggðaráð að forsendur þess að fjallað verði efnislega um drög að samkomulagi um skuldir skólans við sveitarfélagið og stofnana þess sé sú að afstaða menntamálaráðherra til framtíðaráforma um málefni skólans og fjárhags hans liggi fyrir. Telur ráðið því nauðsynlegt að fram fari hið fyrsta viðræður milli sveitarfélagsins og ráðherra um málefni Hólaskóla.

 

Eins og fram hefur komið á Hólaskóli í umtalsverðum fjárhagsvanda en fyrr í vetur hafði þáverandi menntamálaráðherra ákveðið að gera skólann að sjálfseignastofnun. Núverandi menntamálaráðherra hefur hins vegar snúið við þeirri ákvörðun og bíða því heimamenn eftir tillögum menntamálaráðherra til varanlegrar lausnar á framtíðar tilhögun á rekstri skólans.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir