Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi
Nemendur grunnskólanna í Húnavatnsþingi kepptu sín á milli í Framsagnarkeppninni grunnskólanna í Húnavatnsþingi sem fram fór á Laugarbakka fyrir helgi.
Alls voru keppendurnir tólf frá grunnskólunum fjórum, Grunnskóla Húnaþings vestra, Húnavallaskóla, Höfðaskóla og Blönduskóla.
Voru allir keppendurnir mjög frambærilegir og stóðu sig með sóma, dómnefnd keppninnar var því ekki öfundsverð af hlutskipti sínu en hana skipuðu þau Þórður Helgason frá HÍ, systkinin Sigrún og Gísli Grímsbörn og Júlíus Guðni Antonsson.
Ívan Árni Róbertsson, Höfðaskóla, bar sigur úr býtum. Rakel Ósk Ólafsdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra, lenti í öðru sæti og Atli Einarsson úr Blönduskóla í því þriðja.
Kannski má segja að allir skólarnir hafi átt sigurvegara í gær því Atli gekk áður í Húnavallaskóla en hóf nám í Grunnskólanum á Blönduósi síðast liðið haust.
Hægt er að sjá myndir frá keppninni HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.