Framkvæmd til að tryggja öryggi og bæta upplifun
Í síðastliðnum desember var bætt í grjótgarðinn meðfram Hafnarbraut við höfnina á Hvammstanga. Þetta mun vera liður í framkvæmd sem fékk styrk frá Framkvæmdarsjóði ferðamannastaða en verkið felur í sér að gera öruggan göngustíg, með mögulegum pollum og köðlum, frá höfninni áleiðis að Selasetri Íslands. Þetta er gert til að tryggja öryggi og bæta upplifun ferðamanna jafnt sem heimafólksen grjótgarðurinn er fyrsta skrefið í því verki.
„Á síðustu árum hafa orðið breytingar á sjávarútvegi og hafnsækin starfsemi í Hvammstangahöfn minnkað, þó að hún sé enn til staðar. Ný tækifæri hafa orðið til með auknum ferðamannaiðnaði og hafnarsvæðið vaxandi ferðamanna- og frístundasvæði með samspili náttúru, dýralífs og nálægðar við hafið við margþætta þjónustu sem þar í boði er,“ segir í frétt um málið á heimasíðu Húnaþings vestra.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.