Framboðslisti Samfylkingarinnar samþykktur
Á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi sem haldið var á Akranesi á laugardag, var samþykktur framboðslisti flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Á listanum eru jafn margar konur og karlar og hlutfall kynja er jafnt í efstu 10 sætunum.
Þær breytingar hafa orðið frá prófkjöri flokksins að sr. Karl V Matthíasson hefur yfirgefið flokkinn og skipar því ekki 4. sæti listans. Þórður Már Jónsson á Bifröst, Anna Kristín Gunnarsdóttir á Sauðárkróki og Ragnar Jörundsson á Patreksfirði færast því upp um eitt sæti frá úrslitum prófkjörsins. Guðbjartur Hannesson, Ólína Þorvarðardóttir og Arna Lára Jónsdóttir skipa þrjú efstu sætin.
Listinn er þannig í heild sinni:
1. Guðbjartur Hannesson alþingismaður 300 Akranesi
2. Ólína Þorvarðardóttir þjóðfræðingur 400 Ísafirði
3. Arna Lára Jónsdóttir verkefnastjóri 400 Ísafirði
4. Þórður Már Jónsson viðskiptalögfræðingur 311 Borgarfjörður
5. Anna Kristín Gunnarsdóttir nemi og varaþingmaður 550 Sauðárkrókur
6. Ragnar Jörundsson bæjarstjóri 450 Patreksfirði
7. Hulda Skúladóttir kennslu- og námsráðgjafi 360 Hellisandur
8. Valdimar Guðmannsson iðnverkamaður 540 Blönduós
9. Einar Benediktsson verkamaður 300 Akranesi
10. Kristín Sigurrós Einarsdóttir verkefnastjóri 510 Hólmavík
11. Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur og bóndi 356 Snæfellsnes
12. Hörður Unnsteinsson stjórnmálafræðinemi 310 Borgarnes
13. Guðrún Helgadóttir háskólakennari 550 Sauðarárkróki
14. Jón Hákon Ágústsson sjómaður 465 Bíldudal
15. Ásdís Sigtryggsdóttir vaktstjóri 300 Akranesi
16. Sigurður Þór Ágústsson skólastjóri 531 Hvammstangi
17. Johanna E. Van Schalkwyk framhaldsskólakennari 350 Grundarfjörður
18. Karvel Pálmason fv. alþingismaður 415 Bolungarvík
Komi til breytinga á kosningalögum fyrir komandi alþingiskosningar ítrekar kjördæmisráð ályktun sína frá kjördæmisþingi í Borgarnes, 21.febrúar um að styðja það mál.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.