Frábær þátttaka á námskeiði í grúski
Feykir sagði fyrir skemmstu frá skemmtilegu námskeiði í grúski sem framundan væri hjá Héraðsbókasafninu og Héraðsskjalasafninu á Sauðárkróki.
Gaman er að segja frá því að frábær þátttaka er á þessu bráðsniðuga námskeiði sem söfnin standa fyrir og hófst í gær. Alls eru 26 þátttakendur skráðir og verður því brugðið á það ráð að tvískipta hópnum í tveimur seinni tímunum sem verða í næstu og þarnæstu viku. Mætir því hluti hópsins tvo þriðjudaga í viðbót og hluti tvo fimmtudaga.
Það eru Kristín Sigurrós Einarsdóttir og Sólborg Una Pálsdóttir sem leiðbeina á námskeiðinu. Í fyrsta tíma var einkum farið yfir heimildaleit á vefsíðum, en í framhaldinu verður fjallað um heimildaleit í bókasafninu og skjalasafninu og loks hvernig koma má því efni sem grúskað er í á framfæri.
„Það er einstaklega gaman að sjá hvað þetta námskeið sem við Sólborg erum lengi búnar að vera með í pípunum fer vel,“ af stað segir Kristín Sigurrós á facebooksíðu sinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.