Frábær mæting á 106. ársþing USAH
Síðastliðinn laugardag fór fram 106. ársþing USAG í Húnaskóla á Blönduósi. Alls mættu 35 fulltrúar af 36 á þingið en Viðar Sigurjónsson ÍSÍ og Gunnar Þór Gestsson UMFÍ voru gestir þingsins. Í tilkynningu á Facebook-síðu USAH segir að átta tillögur voru lagðar fyrir þingið en nokkur umræða spannst í kringum þær en að lokum var komist að niðurstöðu sem allir voru sáttir við.
Nýkjörna stjórn USAH skipa Snjólaug M Jónsdóttir, formaður, Brynhildur Erla Jakobsdóttir, varaformaður, Ingvar Björnsson, gjaldkeri, Baldur Magnússon, ritari og Guðmann Jónasson, meðstjórnandi. Eyþór Franzson Wechner gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu sem varaformaður USAH og er honum og öllum þeim sem að létu af störfum í varastjórn og nefndum.USAH þakkað fyrir sín störf fyrir sambandið.
„Mikið er framundan á komandi ári. Unglingalandsmót í Borganesi, Landsmót 50+ í Vogum á Vatnsleysuströnd, Íþróttaveisla UMFÍ, Hjólað í vinnuna, Göngum í skólann o.fl. En það verður einnig nóg um að vera hér heima í héraði. Við byrjum á fyrirlestri með Helga Héðins íþróttasálfræðing, ADHD samtökin koma með námskeið um ADHD börn í íþróttum og tómstundum, skyndihjálparnámskeið, héraðsmót innanhús í frjálsum og í sundi og margt fleira.
Hvatningarverðlaun USAH fóru til Golfklúbbsins GÓS fyrir öflugt kvennastarf. Þá kemur fram að tvö félög innan USAH eiga stórafmæli á árinu, Hestamannafélagið Snarfari verður 50 ára og Umf. Hvöt 100 ára.
Heimid: USAH
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.