Föstudagsleikur
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
15.05.2009
kl. 09.03
Heimasíða Göngufélagsins Brynjólfs er mikil fróðleikssíða. Þar er hægt að fræðast og skemmta sér um allt í sambandi við sauðfé. M.a. ágætur leikur fyrir þá sem lítið hafa að gera á föstudögum og vilja æfa sig í að smala kindum.
Þá er sagt frá hjátrú tengdri sauðfénu t.d. að ekki má kyssa lömb, þá bítur tófa þau eða ef bóndi vildi fá hrútlömb átti hann að binda fyrir vinstra eistað á hrútum, en hægra eistað ef hann vildi fá gimbrar.
Sjá MEIRA
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.